Fagmennska
Góð þjónusta
Opið virka daga
9-12 / 13-17
Fyrirtækin PM-Luft og Stifab Farex sameinuðust í byrjun árs 2005 undir nafninu Swegon. Framleiðsluvörur þessara tveggja fyrirtækja og þekkingarsvið starfsmanna þóttu falla vel saman og því bætir sameiningin þjónustu þeirra beggja í nýju félagi.
Gold-samstæðurnar hafa fest sig í sessi sem hagkvæmustu loftræsikerfin á markaðnum. Nú er komin á markaðinn ný lína af Gold-samstæðum, SwegonGOLD, með mörgum endurbótum. Helstu kostir nýju línunnar eru betri orkunýting, meiri fjölbreytni, enn betri virkni og betra notendaviðmót.
Nýju Gold-samstæðurnar hafa innbyggðan samskiptamöguleika fyrir TCP/IP, EIA 485 og EIA 232. Einnig er innbyggður netþjónn (server) þannig að auðveldlega er hægt að tengjast PC-tölvu og hafa samskipti við samstæðurnar með venjulegum netvafra (t.d. Internet Explorer). Ef ekki er hægt að tengjast Gold-samstæðu beint er hægt að fá tengingu með símamódemi.
Mögulegt er að fá auka samskiptaeiningu sem heitir GOLDen GATE til að nota samskiptamöguleika eins og LON og Trend.
Varmi hefur þegar selt nokkrar samstæður af nýju línunni sem eiga örugglega eftir að reynast eins vel og Gold-samstæðurnar hafa gert hingað til.