Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin vef Varma. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
20070605005803478.jpg 20070605005705437.jpg 20070605005652803.jpg 20070605005639192.jpg 20070605005723851.jpg 20070605005751158.jpg
 

Fagmennska

Góð þjónusta

 

Opið virka daga

9-12 / 13-17

Synco 100
Synco 100
Synco 200
Synco 200
Synco 700
Synco 700

Siemens

Varmi hefur síðasta árið verið að selja nýja framleiðslulínu af stjórnstöðvum fyrir loftræsi-, hita- og kælikerfi sem heitir Synco. Þessi Synco-lína hefur þrjá undirflokka:

Synco 100 sem eru stjórnstöðvar staðsettar úti í kerfinu og með innbyggða hitanema. 
 
Synco 200 eru stakar stjórnstöðvar með einum til tveimur reglum og innbyggðum skjá, og stýra t.d. hita, raka og þrýstingi. Synco 200 er ætlað að vera í töflum eða töfluhurðum eftir því sem við á. Þessi lína er mjög hagstæður kostur í flestum tilfellum og hugsuð fyrir minni kerfi.

Synco 700 eru alhliða stjórnstöðvar með allt að þrjá regla. Þær eiga að vera í töfluskápum og er hægt að bæta við þær stafrænum og hliðrænum inn- og útgöngum með stækkunareiningum. Hægt er að velja á milli skjástöðva sem ýmist eru settar beint á stjórnstöð eða eru með aðeins stærri skjái sem tengja má út í skápahurð.
Synco 700 er með innbyggða rauntímaklukku (dag, viku, mánuð og ár) og getur tengst Konnex-samskiptaneti og deilt ýmsum upplýsingum eins og t.d. frá útihitanema. Einnig er hægt að láta eina klukku stýra annarri eða að þær vinni hver fyrir sig að ósk hvers og eins.

Með litlu ódýru skjámyndakerfi, ACS, (PC-tölvuforriti) er hægt að forrita stjórnstöðvarnar, stýra t.d. óskgildum á hita, og vakta stórt kerfi með mörgum Synco 700 stöðvum sem tengdar eru saman á Konnex-neti.

Með aukabúnaði er einnig hægt að fá sendar SMS-aðvaranir í farsíma ef þörf er á og á þessu ári verður væntanlega hægt að hafa samskipti við búnaðinn yfir Netið.

 
VARMI EHF LAUGAVEGI 168 PO.BOX 5254 125 REYKJAVÍK SÍMI: 551 7560 FAX: 5624110 varmi@varmi.is